
Ruben Amorim hélt svakalega ræðu eftir 1-1 jafntefli Manchester United gegn Leeds á í dag og lét gagnrýnendur heyra það, þar á meðal Gary Neville.
Niðurstaða leiksins voru mikil vonbrigði fyrir United og spjótin beindust að Amorim eftir leik, en gengi liðsins hefur verið afar kaflaskipt undir hans stjórn.
„Ég kom hingað til að vera framkvæmdastjóri Manchester United, ekki bara þjálfari. Þetta verður svona í 18 mánuði, eða þar til stjórnin ákveður annað,“ sagði Amorim og bætti við að hann hygðist ekki segja af sér.
Hann skaut einnig föstum skotum á gagnrýni utanfrá og sagði félagið þurfa að breytast ef það réði ekki við gagnrýni frá Gary Neville, sem gjarnan er harðorður í garð liðsins.
„Það þurfa allir, í öllum deildum, að sinna sínu starfi. Ég mun sinna mínu næstu 18 mánuði og svo sjáum við hvað setur,“ sagði Amorim enn fremur.
United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig.