

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Valur tapaði gegn Vestra í bikarúrslitum karla gegn Vestra í sumar og missti um leið sinn besta mann, Patrick Pedersen, í meiðsli út tímabilið.
„Þá vissu allir að titilvonir þeirra væru úr sögunni, þeir ná aldrei að fylla hans skarð,“ sagði Kristján, en Valur var lengi vel á toppnum í sumar en fataðist flugið eftir þetta.
„Þeir voru reyndar búnir að tapa í Vestmannaeyjum skömmu áður svo það var aðeins farið að halla undan fæti. Svo er spurning hvort reynsluleysi þjálfarans hafi riðið einhvern baggamun. Sölvi til samanburðar var búinn að vinna með Arnari í nokkur ár. Túfa ætlaði að vinna báða titlana en féll á prófinu,“ sagði Kristján, en Túfa var látinn fara eftir tímabil.
„Hann er flottur þjálfari en það var eins og hann nyti ekki virðingar innan leikmannahópsins, eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann.“
Umræðan í heild er í spilaranum.