

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Karlalið KR lenti óvænt í harðri fallbaráttu, sem stóð fram á síðasta dag, í Bestu deildinni í sumar. Liðið spilaði þó skemmtilegan fótbolta og ætlar það sér stóra hluti á næstu árum.
„Framan af móti var KR skemmtilegasta liðið að horfa á. Ég elska að horfa á þá spila en það munaði ekkert miklu að illa færi í sumar,“ sagði Kristján.
„KR verður alltaf í topp sex á næsta ári. Ég trúi ekki öðru, þekkjandi Óskar. Hann veit hvað hann er að gera. Hann segir að lífið sé of stutt fyrir leiðinlegan fótboltaleik og hann heldur alveg í þau gildi. Deildin er líka bara mun skemmtilegri með hann í eldlínunni.“
Umræðan í heild er í spilaranum.