

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Ousmane Dembele, Evrópumeistari með PSG í vor, hlaut Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu síðast. Kristján vildi þó sjá annað nafn.
„Mér fannst þetta ekki verðskuldað, mér fannst hann ekki bestur. Mbappe og Haaland eru bestu leikmenn í heimi, horfðu bara í tölfræðina. Harry Kane finnst mér líka betri leikmaður en Dembele.
Það er pólitík í þessu. Ronaldo hefur til dæmis ekki valið Messi oft, búinn að vera fyrirliði Portúgal helvíti lengi. Það þarf að afhenda þessi verðlaun og ég sef alveg yfir því hver fær þau,“ sagði Kristján.
Umræðan í heild er í spilaranum.