

Eygló Fanndal Sturludóttir er íþróttamaður ársins 2025. Kjörið var tilkynnt í beinni útsendingu á RÚV fyrr í kvöld. Allir 30 félagar Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu sem er nú lýst í sjötugasta sinn.
Eygló er fyrsti íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna. Fyrr á árinu varð hún Íslandsmeistari í 5. sinn í röð og svo tryggði hún sér einnig 1. sæti á Smáþjóðamótinu. Eygló var jafnframt Evrópumeistari í -71 kg flokki þar sem hún lyfti samanlagt 244 kílóum. Það var hærri samanlögð þyngd en Evrópumeistararnir í -76 kg og í -81 kg flokkum lyftu. Eygló varð einnig Evrópumeistari í jafnhendingu á mótinu þar sem hún lyfti 135 kg og fékk silfur í snörun með 109 kg, einu kílói minna en gullverðlaunahafinn.
Meiðsli síðari hluta ársins 2025 komu í veg fyrir þátttöku Eyglóar á HM í október.
Þetta er í annað sinn sem Eygló er er meðal tíu efstu í kjörinu um Íþróttamann ársins en hún endaði í 3. sæti árið 2024.
Hér fylgja úrslitin í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2025. Athygli vekur að efstu tvö sætin eru langefst en nöfn þeirra sem á eftir koma.
Eygló Fanndal Sturludóttir 532 stig
Gísli Þorgeir Kristjánsson 458 stig
Tryggvi Snær Hlinason 211 stig
Dagur Kári Ólafsson 143 stig
Glódís Perla Viggósdóttir 142 stig
Hákon Arnar Haraldsson 115 stig
Jón Þór Sigurðsson 73 stig
Snæfríður sól Jórunnardóttir 65 stig
Hildur Maja Guðmundsdóttir 59 stig
Ómar Ingi Magnússon 51 stig
Gunnlaugur Árni Sveinsson 47 stig
Hanna Rún og Nikita 42 stig
Cecilía Rán Rúnarsdóttir 38 stig
Albert Guðmundsson 35 stig
Thea Imani Sturludóttir 33 stig
Viktor Gísli Hallgrímsson 32 stig
Baldvin Þór Magnússon 30 stig
Konráð Valur Sveinsson 26 stig
Elvar Már Friðriksson 23 stig
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 17 stig
Elín Klara Þorkelsdóttir 12 stig
Ragnhildur Kristinsdóttir 2 stig
Jóhann Berg Guðmundsson 2 stig
Thelma Aðalsteinsdóttir 2 stig
Ágúst Þór Jóhannsson 97 stig
Dagur Sigurðsson 71 stig
Heimir Hallgrímsson 38 stig
Einar Jónsson 24 stig
Freyr Alexandersson 15 stig
Baldur Þór Ragnarsson 11 stig
Sigurbjörn Bárðarson 7 stig
Ingi Gunnar Ólafsson 4 stig
Sölvi Geir Ottesen 3 stig
Valur kvenna handbolta 123 stig
Breiðablik kvenna fótbolti 64 stig
Fram karla handbolti 44 stig
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum 22 stig
Stjarnan kvenna hópfimleikar 12 stig
Víkingur karla fótbolti 3 stig
Karlalandslið íslands í handbolta 1 stig
KA kvenna í blaki 1 stig
ÍSÍ verðlaun
Heiðurshöllin: Jón Arnar Magnússon
Eldhuginn: Bjarni Malmquist Jónsson