
James Ward-Prowse fer í læknisskoðun hjá Burnley í dag en miðjumaðurinn er að koma á láni frá West Ham.
Þessi 31 árs gamli Englendingur gekk í raðir West Ham 2023 frá Southampton, hvar hann var algjör lykilmaður. Hann spilaði stóra rullu undir stjórn Graham Potter, áður en hann var rekinn frá West Ham.
Ward-Prowse, sem var á láni hjá Nottingham Forest fyrri hluta síðustu leiktíðar, hefur ekki komið við sögu undir stjórn Nuno Espirito Santo.
Burnley er í fallsæti, tíu stigum frá öruggu sæti.