
Brasilía hefur formlega óskað eftir því við FIFA að fá að halda HM félagsliða árið 2029 samkvæmt helstu miðlum.
Beiðnin kom fram á fundi æðstu stjórnenda brasilíska knattspyrnusambandsins með Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var staddur í Brasilíu á mánudag.
Infantino var í landinu til að hefja formlega undirbúning fyrir HM kvenna 2027, sem fer fram í átta borgum víðs vegar um Brasilíu.
Bandaríkin héldu fyrsta HM félagsliða síðasta sumar og ef marka má fréttir tóku Infantino og FIFA vel í þá hugmynd að Brasilía héldi næstu útgáfu mótsins 2029.