
Ferli Paul Pogba hjá Monaco gæti verið að ljúka aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann endurræsti feril sinn með félaginu.
Pogba gekk til liðs við Monaco síðasta sumar og skrifaði undir tveggja ára samning en dvölin hefur hingað til ekki gengið samkvæmt áætlun.
Pogba lauk í mars á síðasta ári að afplána 18 mánaða bann vegna lyfjamisnotkunar. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn síðan hann sneri aftur á völlinn.
Þessi 32 ára gamli miðjumaður hefur aðeins leikið samtals 30 mínútur í þremur leikjum fyrir Monaco og ku félagið nú íhuga að losa sig við hann til að búa til svigrúm fyrir styrkingar.