
Harry Maguire og Manchester United hafa ekki rætt saman um framlengingu á samningi og gæti hann farið annað í sumar. The Athletic segir frá.
Miðvörðurinn, sem verður 33 ára í mars og er á lokamánuðum núverandi samnings síns, hefur vakið áhuga frá félögum á Ítalíu og í Tyrklandi.
Reynsluboltinn hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum Michael Carrick við stjórnvölinn á Old Trafford, en dagar hans þar gætu þó senn verið taldir.
Stjórn United þarf að vega og meta hvort eigi að halda honum, en Maguire þénar tæp 200 þúsund pund á viku. Ólíklegt er að enski landsliðsmaðurinn geti haldið sömu launum, verði hann áfram.