fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Setja 40 milljóna punda verðmiða á eftirsótta framherjann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolverhampton Wanderers eru tilbúnir að selja norska framherjann Jørgen Strand Larsen fyrir um 40 milljónir punda, en áhugi á honum hefur aukist að undanförnu, sérstaklega frá Nottingham Forest.

Daily Mail greindi frá því rétt fyrir opnun félagaskiptagluggans að Strand Larsen væri á radar hjá Forest, Crystal Palace og West Ham United.

Fleiri félög á borð við Everton, Aston Villa og Tottenham Hotspur hafa einnig skoðað stöðuna á hinum 25 ára gamla Norðmanni, þó sum þeirra hafi haft efasemdir um frammistöðu hans.

Newcastle United sendi njósnara á leik Wolves og West Ham í síðustu viku, en Newcastle bauð 55 milljónir punda í Larsen síðasta sumar án árangurs. Félagið gæti aftur leitað að nýjum framherja ef Will Osula yfirgefur liðið.

Forest eru að leita sér að nýjum sóknarmanni eftir að markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, Chris Wood, gekkst undir hnéaðgerð. Þá er einnig ljóst að varnarmaður Wolves, Ki-Jana Hoever, mun ganga til liðs við Sheffield United á láni út tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo