fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick berjast nú um að taka við sem bráðabirgðaþjálfari Manchester United út tímabilið.

Samkvæmt Daily Mail ræddu báðir við framkvæmdastjórann Omar Berrada og Jason Wilcox yfirmann knattspyrnumála á þriðjudag, en endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en þeir hafa hist augliti til auglitis. Darren Fletcher, sem stýrir liðinu tímabundið gegn Burnley á miðvikudag, á enn veika von um að fá starfið.

Getty Images

Solskjær er sagður orðinn helsti kandídatinn. Norðmaðurinn, sem er goðsögn hjá félaginu, tók tímabundið við liðinu árið 2018 og hélt starfinu í nærri þrjú ár. Hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Besiktas í fyrra.

Carrick er einnig á lausu eftir að honum var sagt upp hjá Middlesbrough í júní. Þessi fyrrum miðjumaður United stýrði liðinu í þremur leikjum sem bráðabirgðaþjálfari eftir brottför Solskjær árið 2021 og nýtur trausts innan félagsins.

Sir Alex Ferguson sneri aftur á æfingasvæðið á þriðjudag og ræddi við stjórnendur félagsins, en bæði Solskjær og Carrick léku undir hans stjórn. Gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar

Arsenal blandar sér í harða baráttu – Geta þó tæplega keypt hann í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi

Breiðablik selur Birtu til Ítalíu – Kærasti hennar spilar með sama félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu

Andrea Rut skrifar undir í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að