fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 14:34

Stefán Teitur Þórðarson Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er á förum frá Preston North End til Þýskalands samkvæmt Lancashire Evening Post.

Samkvæmt miðlinum er hann mættur í læknisskoðun hjá Hannover 96, sem spilar í þýsku B-deildinni. Greiðir félagið um 800 þúsund pund fyrir hann. Það er svipuð upphæð og Preston keypti hann á frá Silkeborg sumarið 2024.

Stefán, sem er 27 ára og hefur leikið 24 A-landsleiki fyrir Ísland, hefur spilað 64 leiki fyrir Preston og skorað þrjú mörk auk þess að leggja upp þrjú til viðbótar.

Hann var lykilmaður á síðasta tímabili, lék 39 leiki í Championship og hjálpaði liðinu að forða sér frá falli á lokadegi mótsins. Á yfirstandandi tímabili hefur hann hins vegar verið í minna hlutverki.

Hannover hafði samband við Preston strax í upphafi janúargluggans og fékk leikmanninum leyfi til að ræða við félagið.

Hannover er í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig, 4 stigum frá þriðja sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum

Kaflaskipt í baráttu risanna á Emirates – Arsenal mistókst að taka afgerandi forystu á toppnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?

Misheppnuð dvöl á Old Trafford senn á enda?