

Ruben Amorim er talinn vera versta ráðning eftir 2013 að mati Goal en hann var rekinn frá félaginu í gær.
Amorim náði alls ekki að snúa skipinu við hjá United eftir að hafa tekið við af Erik ten Hag í nóvember 2024.
Goal er með Amorim í sjöunda sæti eða þá versta stjórann sem hefur stýrt félaginu eftir að goðsögnin Sir Alex Ferguson lét af störfum 2013.
Ole Gunnar Solskjær er í efsta sætinu á listanum eftir að hafa gert fínustu hluti en Amorim er jafnvel á eftir mönnum eins og David Moyes og Louis van Gaal.
Amorim fékk svo sannarlega að kaupa inn leikmenn í sumar en Bryan Mbuemo, Matheus Cunha og Benjamin Sesko kostuðu samtals 208 mllljónir punda.
Erik ten Hag sem var rekinn fyrir komu Amorim er í þriðja sætinu en í því öðru situr Jose Mourinho.