fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Starf Edu strax í hættu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 20:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Edu hjá Nottingham Forest ku vera í hættu aðeins mánuðum eftir að hann var ráðinn inn sem yfirmaður knattspyrnumála.

Þetta kemur fram í frétt Telegraph en eigandi Forest, Evangelos Marinakis, er ekki ánægður með störf þess brasilíska.

Edu var áður í sama starfi hjá Arsenal en Forest gerði mikið til að fá hann inn og borgar honum um þrjár milljónir punda á ári.

Eigandinn, Marinakis, er engum líkur en hann er sagður vera mjög óánægður með störf Edu og það sem hann hefur gert á markaðnum og þá hans samskipti við bæði hann og þjálfara liðsins.

Sean Dyche er í dag stjóri Forest en hann er þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu á eftir að Nuno Esperito Santo var rekinn og seinna meir Ange Postecoglou.

Góðar líkur eru á að Edu muni fá sparkið á næstu dögum en Grikkinn geðþekki hikar ekki við að taka í gikkinn ef hann er ósáttur með sitt starfsfólk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín