Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Íslenska karlalandsliðið mætir því franska í 2. umferð undankeppni HM í kvöld. Gestgjafarnir eru eins og gefur að skilja taldir mun sigurstranglegri.
Ísland vann fyrsta leik sinn í undankeppninni 5-0 gegn Aserbaísjan. Það breytir því þó ekki að stuðullinn á sigur Frakka, sem unnu Úkraínu 0-2 á sama tíma, er aðeins 1,07 á Lengjunni.
Stuðull á sigur Íslands er þá 19,09 en er hann 7,86 á jafntefli, sem yrði frábær úrslit fyrir Strákana okkar.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 í kvöld að íslenskum tíma og fer hann fram á Parc des Princes.