Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Ísland sýndi góða frammistöðu en tapaði á svekkjandi hátt gegn Frakklandi í 2. umferð undankeppni HM í kvöld.
Íslenska liðið var afar skipulagt fyrstu mínúturnar og stríddi Frökkunum inn á milli, þó heimamenn hafi fengið sín færi. En um miðbik fyrri hálfleiks komst Andri Lucas Guðjohnsen inn í sendingu Michael Olise eftir frábæra pressu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni og skoraði.
Það stefndi í að Ísland færi með forystu inn í hálfleik en þá fékk Mikael Neville Anderson dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu. Kylian Mbappe fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni.
Þrátt fyrir ágætist byrjun á seinni hálfleiknum hjá íslenska liðinu komust heimamenn yfir á 62. mínútu eftir laglegt samspil, en Mbappe renndi boltanum á Bradley Barcola sem kom honum í netið.
Það dró svo til tíðinda skömmu síðar þegar Aurelien Tchouameni fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Jóni Degi Þorsteinssyni.
Íslenska liðinu tókst að koma boltanum í netið í lokin, það gerði Andri Lucas aftur en var það dæmt af í VAR vegna peysutogs í aðdragandanum. Afar svekkjandi.
Lokatölur 2-1. Frakkar eru með fullt hús eftir tvo leiki en Ísland 3 stig. Úkraína er svo með 1 stig í riðlinum, sem og Aserbaísjan.
VAR hefur eyðilagt fótbolta. 🪦 #fotboltinet
— Öddi (@haraldur_orn) September 9, 2025
Hann hefði ALDREI tekið þetta mark af Frökkunum!!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) September 9, 2025
Andri Lucas er að fara að taka þessa Championship deild yfir.
— Hörður (@horduragustsson) September 9, 2025
Game is gone. 100%
— Nikola Djuric (@Nikoladjuric23) September 9, 2025
Andri Lucas Guðjohnsen appreciation tweet 🤝💙 pic.twitter.com/NDZAC6I3wX
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 9, 2025
Vil þakka Skaganum fyrir þessar tvær þindarlausu pressugeitur. Klókindi, grimmir og gæði. Alvöru frammistaða made in Jaðarsbakki
Verða þægilegir þarna næstu árin pic.twitter.com/WDKRoRaEK3
— Jói Ástvalds (@JoiPall) September 9, 2025
Sá kjálkafagri – different level.
How do you like them apples🍎 https://t.co/lYfoL20Ste pic.twitter.com/0YiyxHP68r
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 9, 2025
Tilgangurinn með fótbolta er að skora mörk. Einhvern veginn leyfðum við það í vinsælustu íþrótt heims að menn skoði mörk með smásjá. Leita að minnstu snertingu sem aldrei yrði dæmt á úti á miðjum velli
Sama hvort það er Ísland, Senegal eða Tonga þá er þetta skelfileg þróun
— Jói Ástvalds (@JoiPall) September 9, 2025