Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
„Já, annars værum við ekkert hérna. Þá gætum við allt eins sleppt þessu,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson landsliðsfyrirliði, aðspurður hvort raunveruleg trú væri innan landsliðshópsins á að geta náð stigi eða stigum gegn Frökkum í kvöld.
Frakkar eru eitt besta landslið heims og búast allir við sigri þeirra í kvöld, en liðin mætast í undankeppni HM. Unnu þeir fyrsta leik sinn í keppninni 0-2 gegn Úkraínu en Strákarnir okkar koma fullir sjálfstrausts inn í verkefni kvöldsins eftir 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrsta leik.
„Auðvitað verður þetta ógeðslega erfitt. Nokkrir þarna eru bestu leikmenn í heimi. En auðvitað er trú,“ sagði Hákon enn fremur.