Ange Postecoglou hefur verður staðfestur sem nýr stjóri Nottingham Forest og mun stýra liðinu gegn Arsenal á laugardag.
Nuno Espirito Santo var rekinn úr starfi í gær og Ange er mættur til að taka við.
Portúgalinn, sem kom Forest í Sambandsdeildina á síðasta tímabili, var látinn taka pokann sinn seint á mánudagskvöld. Brottreksturinn kemur innan við þremur vikum eftir að Nuno viðurkenndi opinberlega að samband hans við eigandann Evangelos Marinakis væri orðið þvingað.
Ange mun gera breytingar en Nuno var ósáttur með Edu yfirmann knattspyrnumála hjá Forest í sumar og hvaða leikmenn hann keypti.
Ange kemur inn með hreint borð gagnvart Edu og munu verða talsverðar breytingar á byrjunarliði Ange. Svona gæti hann stillt upp liðinu.