Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Zinedine Zidane er líklegastur til að taka við sem næsti landsliðsþjálfari Frakka af Didier Deschamps næsta sumar.
Franska blaðið L’Equipe greinir frá þessu nú í morgunsárið, en ljóst er að Deschamps mun láta af störfum eftir meira en 13 ára starf að loknu HM næsta sumar.
Zidane hefur ekki stýrt liði síðan hann hætti hjá Real Madrid 2021 og hefur hann ekki viljað taka að sér neitt annað starf. Bíður hann þolinmóður eftir landsliðsþjálfarastarfinu hjá Frökkum.
Frakkar mæta einmitt Íslandi hér ytra í 2. umferð undankeppni HM í kvöld.