fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 09:00

Evangelos Marinakis er eigandi Nottingham Forest. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest hefur rekið knattspyrnustjórann Nuno Espírito Santo eftir að aðeins níu mánuðir eru liðnir frá því hann tók við liðinu.

Portúgalinn, sem kom Forest í Sambandsdeildina  á síðasta tímabili, var látinn taka pokann sinn seint á mánudagskvöld. Brottreksturinn kemur innan við þremur vikum eftir að Nuno viðurkenndi opinberlega að samband hans við eigandann Evangelos Marinakis væri orðið þvingað.

Leitin að nýjum stjóra er þegar hafin og nokkrir þekktir þjálfarar hafa verið nefndir til sögunnar:

Ange Postecoglou

Ástralski þjálfarinn vann Evrópudeildina með Tottenham í júní og batt þar með enda á 17 ára titlaleysi félagsins. Hann var þó óvænt rekinn innan við mánuði síðar af þáverandi stjórnarformanni Daniel Levy og er nú án starfs.

José Mourinho

„The Special One“ hefur ekki stýrt liði í ensku úrvalsdeildinni frá því hann var rekinn frá Tottenham árið 2021. Hann var nýverið látinn fara frá Fenerbahce í Tyrklandi og er því laus  en ekki er ljóst hvort hann vilji snúa strax aftur í stjórastarf.

Brendan Rodgers

Rodgers er enn við stjórnvölinn hjá Celtic, en staða hans hefur veikst verulega eftir niðurlægjandi tap gegn Kairat Almaty frá Kasakstan í forkeppni Meistaradeildarinnar og umdeildan félagaskiptaglugga.  Marinakis hefur lengi verið hrifinn af Rodgers og viljað fá hann til Forest.

GettyImages

Mauricio Pochettino

Argentínumaðurinn hefur ekki stýrt félagsliði frá því hann yfirgaf Tottenham árið 2019. Hann er nú landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, en er sagður á óskalista Marinakis.

Oliver Glasner

Stýrði Crystal Palace til sigurs í enska bikarnum á síðasta tímabili og hefur vakið athygli eiganda Forest. Samningur hans við Palace rennur út næsta sumar og samningaviðræður við félagið hafa staðið í stað.

Andoni Iraola

Þjálfari Bournemouth hefur einnig verið nefndur sem mögulegur arftaki Nuno. Hann skilaði félaginu sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur 40% sigurhlutfall. Bournemouth vill þó halda í Spánverjann.

Marco Silva

Silva, sem eins og Nuno er Portúgali, er einnig sagður á blaði hjá Marinakis, en hann hefur stýrt Fulham með ágætis árangri undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Í gær

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt