fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París:

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu, við eigum skilið að taka stig,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 2-1 tap gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld, leikið var í höfuðborg Frakklands.

Ísak Bergmann var öflugur í leiknum en var ansi þreyttur þegar líða tók á leikinn og útskýrði hvað gekk á.

„Ég er stoltur af liðinu, þetta er alvöru frammistaða og mjög stoltur. Ég er að drepast, ég fékk högg frá Kounde í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var ég að drepast, það var rétt að taka mig út af. Þetta er bara högg, vonandi er ég góður eftir 2-3 daga.“

Andri Lucas Guðjohnsen virtist hafa jafnað leikinn 2-2 fyrir Ísland í restina en dómarinn dæmdi mjög ódýrt brot á hann í aðdraganda marksins.

„Við vorum að horfa á þetta í klefanum, það er hálf sekúnda sem hann er að tosa og þeir eru að djöflast í hvor öðrum. Þetta er glórulaust, það er rænt af okkur stigi.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Í gær

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn