Sænski framherjinn Viktor Gyökeres gæti misst af mikilvægum leikjum með Arsenal á næsta ári, þar sem hann hefur verið kallaður sem vitni í dómsmál sem fer fram í Svíþjóð árið 2026.
Málið snýst um meiðyrðakæru umboðsmanns hans, Hasan Cetinkaya, gegn tveimur sænskum fjölmiðlum, Fotboll Sthlm og Expressen sem birtu greinar þar sem því var haldið fram að Cetinkaya og umboðsstofa hans, HCM Sports Management, væru tengd glæpagengjum.
Cetinkaya hefur alfarið hafnað þessum ásökunum og höfðað mál fyrir héraðsdómi í Stokkhólmi. Þar hefur verið staðfest að Gyökeres muni veita vitnisburð ef þess er krafist.
„Hann hefur verið kallaður sem vitni og mun gefa skýrslu varðandi aðstæður sem koma fram í gögnum málsins,“ staðfesti lögmaður Cetinkaya, Joakim Lundqvist, í samtali við SVT Sport.
Málið er enn á frumstigi, og enginn dagsetning hefur verið staðfest. Því er óljóst hvenær Gyökeres verður kallaður fyrir dóm eða hvaða leiki hann gæti misst af.
Ef réttarfundur fer fram snemma árs 2026, gæti það skarast við leiki í Meistaradeildinni, FA-bikarnum eða jafnvel úrvalsdeildinni.