Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Ísland sýndi góða frammistöðu en tapaði á svekkjandi hátt gegn Frakklandi í 2. umferð undankeppni HM í kvöld. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.
Íslenska liðið var afar skipulagt fyrstu mínúturnar og stríddi Frökkunum inn á milli, þó heimamenn hafi fengið sín færi. En um miðbik fyrri hálfleiks komst Andri Lucas Guðjohnsen inn í sendingu Michael Olise eftir frábæra pressu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni og skoraði.
Það stefndi í að Ísland færi með forystu inn í hálfleik en þá fékk Mikael Neville Anderson dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu. Kylian Mbappe fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni.
Þrátt fyrir ágætist byrjun á seinni hálfleiknum hjá íslenska liðinu komust heimamenn yfir á 62. mínútu eftir laglegt samspil, en Mbappe renndi boltanum á Bradley Barcola sem kom honum í netið.
Það dró svo til tíðinda skömmu síðar þegar Aurelien Tchouameni fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Jóni Degi Þorsteinssyni.
Íslenska liðinu tókst að koma boltanum í netið í lokin, það gerði Andri Lucas aftur en var það dæmt af í VAR vegna peysutogs í aðdragandanum. Afar svekkjandi.
Lokatölur 2-1. Frakkar eru með fullt hús eftir tvo leiki en Ísland 3 stig. Úkraína er svo með 1 stig í riðlinum, sem og Aserbaísjan.
Elías Rafn Ólafsson – 8
Mjög öruggur, kemur eins og haförn og hirðir boltann og átti nokkrar góðar vörslur. Ekki við hann að sakast í mörkunum.
Mikael Neville Anderson (64′) – 7
Var virkilega líflegur í vængbakverðinum en fékk á sig klaufalegt víti.
Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Sat eftir í öðru marki Frakka sem var dýrkeypt. Að öðru leyti ekki mikið við hann að sakast.
Sverrir Ingi Ingason – 7
Traustur í hjarta varnarinnar. Ekki langt frá því að skora skallamark í restina.
Daníel Leó Grétarsson – 7
Daníel og Sverrir orðnir flott miðvarðapar.
Mikael Egill Ellertsson – 8
Góður sóknar og varnarlega.
Hákon Arnar Haraldsson – 7
Líflegur allan tímann og leikmaður sem er alltaf líklegur til að skapa eitthvað.
Ísak Bergmann Jóhannesson (70′) – 7
Algjör lykilhlekkur í okkar spili og skilar alltaf sínu.
Jón Dagur Þorsteinsson (70′) – 8 – Maður leiksins
Frábær á öllum vígstöðvum, þvílíkt öflugur varnarlega og hættulegur fram á við sömuleiðis.
Daníel Tristan Guðjohnsen (64′) – 7
Komst vel frá sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik við hlið bróður síns.
Andri Lucas Guðjohnsen – 8
Frábær í pressunni og skorar gott mark.
Varamenn
Sævar Atli Magnússon (64′) – 7
Bjarki Steinn Bjarkason (64′) – 7
Stefán Teitur Þórðarson (70′) – 6
Þórir Jóhann Helgason (70′) – 6
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn