Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er farinn inn í sitt annað tímabil með Preston í ensku B-deildinni. Hún er að miklu leyti frábrugðin öðrum deildum.
Stefán er nú staddur með íslenska landsliðinu í verkefni, en liðið mætir auðvitað Frakklandi í undankeppni HM í kvöld. Svo fer hann aftur til Preston, þar sem honum líður vel.
„Ég er mjög sáttur. Fyrsta tímabilið gekk vel og það þarf að byggja ofan á það. Ég býst við miklu af sjálfum mér á þessu tímabili eftir að hafa aðlagast deildinni í fyrra,“ sagði hann við 433.is hér í Frakklandi.
Stefán segir ensku B-deildina öðruvísi en margar aðrar deildir að því leyti hversu mikils líkamslegs styrks hún krefst.
„Hún er mjög sérstök og lífir svolítið sínu eigin lífi, þessi deild. Maður þarf bara að vera klár og taka góð skref í vetur,“ sagði hann.
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.