Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Það er stórleikur framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í kvöld, þar sem andstæðingurinn er Frakkland í undankeppni HM. Liðið og starfsfólk þarf að passa upp á það að spennustigið sé rétt stillt.
„Þú verður að blokka það í mómentinu hversu góða leikmenn Frakkland hefur, hávaðann, einbeita þér bara að þínu og halda okkar leikplani,“ sagði Arnar um þetta á blaðamannafundi á Parc des Princes, leikstað kvöldsins, á blaðamannafundi í gær.
„Það er oft vandamál í íslenskum fótbolta, að til að komast á næsta stig þarftu að hafa súper fókus. Það hefur oft verið okkur til trafala í Evrópu- og landsleikjum. En við þurfum að læra fljótt og ég ætlast til þess að fókusinn verði 100 prósent.“
Ísland vann frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrstu umferðinni sen sem fyrr segir verður verkefni kvöldsins öllu erfiðara. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.