fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París:

Andri Lucas Guðjohnsen framherji íslenska landsliðsins var svekktur eftir 2-1 tap gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld. Mark var tekið af honum seint í leiknum.

Andri kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik áður en heimamenn náðu að taka forystuna. Andri jafnaði svo leikinn undir restina en dómarinn var sendur í VAR skjáinn.

Þar sá hann brot á Andra sem var ansi lítið. „Ég veit það ekki, þetta gerist svo hratt. Mér fannst ekkert vera á þetta, dómaranum fannst það sem ég skil ekki alveg,“ sagði Andri í viðtali í París í kvöld.

„Hafsentar og framherjar eru alltaf að toga og ýta, þetta er svo soft. Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira.“

Frammistaða íslenska liðsins var frábær en skilaði engu, leikmenn voru því svekktir.

„Það eru pínu mixed feelings, við hefðum getað unnið leikinn. Það hefði veirð sterkt að ná jafntefli en á sama tíma spiluðum við góðan leik á erfiðum útivelli.“

Andri skoraði mark Íslands í leiknum og hafði gaman af. „Það var geggjað, við ætluðum að keyra á þá. Í rauninni höfðum við engu að tapa, við ætluðum að pressa hátt á þá.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Í gær

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn