Forráðamenn Wrexham hafa sett sig í samband við Dele Alli og vilja ganga frá samningi við hann.
Alli er án félags en Como á Ítalíu ákvað að rifta samningi hans í síðustu viku, var hann ekki í plönum félagsins.
Dele lék einn leik með Como og fékk í honum rautt spjald á síðustu leiktíð.
Wrexham er komið upp í næst efstu deild á Englandi en félagið hefur eytt miklum fjármunum til að komast á þann stað.
Dele hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár en hann var mikil vonarstjarna fyrir nokkrum árum.