Óvíst er hvort Mason Mount og Matheus Cunha leikmenn Manchester United verði klárir í leikinn gegn Manchester City á sunnudag.
Mount og Cunha fóru meiddir af velli síðasta deildarleik United en þeir hafa byrjað fyrstu þrjá leiki tímabilsins.
Cunha meiddist í fyrri hálfleik og Mount fór meiddur af velli í síðari hálfleik.
Í fréttum dagsins segir að báðir séu á batavegi en óvíst er hvort að þeir geti tekið þátt í stórslagsnum.
Talið er að United muni ekki taka neina sénsa með Mount sem hefur verið mikill meiðslapési á síðustu árum.