Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka segir að varast þurfi Íslandi í föstum leikatriðum er liðin mætast annað kvöld.
Liðin leika í 2. umferð undankeppni HM eftir að hafa bæði unnið flotta sigra í fyrstu umferð. Deschamps var spurður út í íslenska liðið á blaðamannafundi í París í dag.
„Íslenska liðið hefur þróast og spilar ekki eins beinskeytt og áður. Leikmenn þekkja hvorn annan vel. Þá eru þeir sterkir líkamlega sem gerir þá hættulega í föstum leikatriðum,“ sagði hann.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 annað kvöld á íslenskum tíma.