Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
„Ég er mjög spenntur fyrir því að spila þennan leik, þetta gerist ekki mikið stærra,“ segir Mikael Egill Ellertsson landsliðsmaður fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM.
Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni fyrir helgi en ljóst er að þetta verður mjög erfiður leikur fyrir Strákana okkar.
„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn. Við erum búnir að fara vel yfir þetta á fundum,“ segir Mikael.
Það fer vel um liðið í París. „Þetta er mjög falleg borg og að labba hérna í kring er mjög flott.“
Nánar í spilaranum.