Erling Haaland, framherji Manchester City og norska landsliðsins, þurfti að fá þrjú spor í andlitið eftir að hafa labbað á rútu liðsins.
Óhappið átti sér stað í aðdraganda leik Noregs gegn Moldóvu í undankeppni HM sem fram fer á morgun.
Haaland skoraði sigurmarkið gegn Finnlandi á fimmtudag, en varð svo fyrir óvæntu óhappi þegar hann kom með liðinu að hóteli þeirra í Osló.
Þegar hann steig út úr rútunni og gekk að farangurshólfi hans, skall hurð bílsins skyndilega upp beint í munninn á norska markahróknum.