Eder Smic Valencia, efnilegur 16 ára knattspyrnumaður, lést í hörmulegu bílslysi í Kólumbíu, aðeins örfáum dögum áður en hann átti að ferðast til Bandaríkjanna og ganga til liðs við MLS-félagið New York Red Bulls.
Valencia hafði vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á á móti í febrúar og stóð frammi fyrir draumafélagaskiptum yfir hafið.
Slysið átti sér stað snemma sunnudagsmorguns í bænum Guachené, nálægt borginni Cali, þar sem Valencia var í fríi í heimalandi sínu.
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í héraðinu varð banaslysið þegar stór olíuflutningabíll lenti í árekstri við nokkra aðra bíla á veginum.
Fréttir af andláti Eder Smic Valencia hafa vakið mikla sorg bæði í Kólumbíu og innan herbúða Red Bulls, þar sem hann var talinn einn af mest spennandi leikmönnum framtíðarinnar.