Andre Onana markvörður Manchester United mætti til æfinga í sumar hjá félaginu og bað um launahækkun, eitthvað sem félagið tók ekki í mál.
Onana var slakur á síðustu leiktíð en taldi sig eiga þó skilið að hækka í launum. Þetta fannst Ruben Amorim stjóra liðsins furðulegt.
Svo furðulegt að Onana datt algjörlega úr plönum hans og er félagið nú að lána Onana.
Onana hefur samþykkt að ganga í raðir Trabzonspor í Tyrklandi en hann verður lánaður þangað frá United.
Trabzonspor mun greiða Onana hærri laun en hann er með hjá United og því fær hann þá launahækkun sem hann vildi.
United keypti Senne Lammens frá Belgíu á dögunum og er fyrir með Altay Bayındır.
🚨 André Onana will earn higher salary at Trabzonspor with move set to be announced this week.
Same salary structure as he had at Man United covered by Trabzon plus bonuses and signing fee. pic.twitter.com/2Ls77IJiXg
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2025