Liverpool mun ekki reyna að kaupa Marc Guehi fyrirliða Crystal Palace í janúar. Það er Times sem segir frá þessu.
Guehi fór í læknisskoðun hjá Liverpool fyrir viku síðan á lokadegi félagaskiptagluggans. Palace hætti við á síðustu stundu að selja hann.
Eftir að það gerðist hafa farið af stað sögur um að Real Madrid og Barcelona muni reyna að semja við Guehi í janúar.
Félög utan Englands geta hafið samtal við Guehi í janúar þar sem samningur hans við Palace rennur út næsta sumar.
Liverpool telur að þarna sé Palace að reyna að fá félagið til koma með tilboð í janúar sem bæði Telegraph og Times segja að muni ekki gerast.