fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Það var vægast sagt umdeilt þegar Ísak Bergmann Jóhannesson tók skrefið frá Dusseldorf yfir til nágrannanna og erkifjendanna í Köln í sumar. Stuðningsmenn fyrrnefnda félagsins hafa enn ekki fyrirgefið honum.

Ísak var spurður út í skiptin í samtali við 433.is í París, en þar er hann með íslenska landsliðinu sem mætir því franska í undankeppni HM annað kvöld. Fyrst og fremst er hann sáttur hjá Köln, sem komst upp í þýsku efstu deildina í vor. Þar vildi Ísak einmitt spila, en Dusseldorf er í B-deildinni.

„Við erum að spila mjög góðan fótbolta með góðan þjálfara sem ég læri líka mikið af. Við spilum svolítið svipað kerfi og hér í landsliðinu, 3-4-3 og 4-4-2 útfærsla. Mér líður mjög vel,“ sagði Ísak, sem hefur byrjað báða deildarleiki Kölnar til þessa.

Þá var Ísak spurður út í skilaboð og þess háttar sem hann hefur fengið frá stuðningsmönnum Dusseldorf. „Já og geri enn, það er bara eins og það er. Ég læt það ekkert trufla mig, eins og sést inni á vellinum.“

Umræða um þetta er í spilaranum hér neðar og viðtalið í heild má finna hér.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sögulegt kvöld fyrir Guðlaug Victor – „„Mjög ánægður með það, mjög stoltur“

Sögulegt kvöld fyrir Guðlaug Victor – „„Mjög ánægður með það, mjög stoltur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jón Dagur brattur eftir frábæran sigur – „Hið fullkomna kvöld“

Jón Dagur brattur eftir frábæran sigur – „Hið fullkomna kvöld“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
Hide picture