Faðir ensks úrvalsdeildarleikmanns hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á Wetherspoon-bar í mars síðastliðnum. Ensk blöð segja frá.
Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er sakaður um að hafa snert konu á óviðeigandi hátt meðan hann var úti að skemmta sér með fjölskyldu sinni. Lögreglan leitaði að manninum eftir að konan lagði fram kvörtun og birtu myndir úr öryggismyndavélum til aðstoðar við rannsóknina.
Hann gaf sig sjálfur fram til lögreglu, var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir og hefur nú verið formlega ákærður fyrir kynferðislega áreitni.
Heimildarmaður segir málið hafa komið öllum mjög á óvart: „Hann var úti með fjölskyldu sinni þessa kvöldstund og neitar allri sök. Hann hefur unnið náið með lögreglu í málinu og er niðurbrotinn yfir því að hafa verið ákærður. Hann hefur aldrei áður lent í neinum vandræðum með lögreglu.“
Samkvæmt lögreglu er manninum gefið að sök að hafa nálgast konuna aftan frá og snert hana á óviðeigandi hátt.
Vegna laga- og siðferðisreglna í Bretlandi hefur hvorki nafn mannsins né leikmannsins verið gefið upp.