Kasper Hjulmand hefur verið ráðinn nýr þjálfari Leverkusen og tekur hann við starfi Erik ten Hag sem var rekinn í síðustu viku.
Ten Hag var rekinn eftir þrjá leiki á tímabilinu en hann hafði tekið við liðinu í sumar.
Hjulmand hafði verið atvinnulaus í eitt ár eftir að hann hætti með danska landsliðið eftir Evrópumótið 2024.
Hjulmand var áður með Mainz í Þýskalandi og Nordsjælland í Danmörku áður en hann tók við landsliðinu.
Leverkusen missti Xabi Alonso til Real Madrid í sumar og réðu Ten Hag sem stoppaði stutt í starfi.
🤝 Kasper Hjulmand unterschreibt als neuer Cheftrainer bei Bayer 04.
Herzlich Willkommen in Leverkusen, Coach! ⚫️🔴 pic.twitter.com/wBHMnIsQ34
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) September 8, 2025