fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Arnar hneykslaður á umræðu sem kviknaði – „Átti sér enga stoð í raunveruleikanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 15:36

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari furðar sig mjög á að Jón Dagur hafi fengið gagnrýni eftir 5-0 sigurinn á Aserbaísjan á föstudag.

Hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi í París í dag, þar sem Ísland mætir Frakklandi í öðrum leik undankeppni HM annað kvöld.

Jón Dagur var á hægri kanti gegn Aserbaísjan en ekki þeim vinstri eins og vanalega. Einhverjir gagnrýndu hann eftir leik.

„Mér fannst hún bara fáránleg því Jón Dagur lagði upp tvö mörk og átti frábæran leik á hægri kanti. Það er bara punktur,“ sagði Arnar.

„Það þarf ekki að svara neitt meira fyrir það, þetta var skrýtin umræða og átti sér enga stoð í raunveruleikanum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans