Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Allir leikmenn Íslands eru heilir og virkilega frískir fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM annað kvöld.
Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi í París í dag. Krefjandi verkefni er framundan í kjölfar 5-0 sigurs á Aserbaísjan fyrir helgi.
Leikmenn eru hins vegar fullir sjálfstrausts og ætla sér að stríða heimamönnum, sem eru með lið í heimsklassa.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 annað kvöld að íslenskum tíma og fer hann fram á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain.