fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Af hverju spila Strákarnir okkar ekki á þjóðarleikvangi Frakka?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 07:00

Frá því eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France á EM 2016. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Íslenska karlalandsliðið mætir því franska í annarri umferð undankeppni HM annað kvöld. Það verður þó ekki leikið á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France.

Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferðinni, Ísland 5-0 gegn Aserbaísjan í Laugardalnum eins og flestir vita og Frakkland 0-2 gegn Úkraínu. Stákarnir okkar koma því fullir sjálfstrausts inn í leikinn en það má þó búast við að hann verði afar strembinn gegn einu sterkasta landsliði heims.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain, en ekki á Stade de France. Hefur það vakið athygli einhverra en ástæðan er sú að samningur við rekstraraðila þjóðarleikvangsins er runninn út og er verið að vinna að því að finna nýjan.

Franska ríkið hefur átt í viðræðum við GL Events um að taka við rekstrinum, en það gengur eitthvað hægt að landa samningi.

Franska knattspyrnusambandið ákvað að velja Parc des Princes sem heimavöll landsliðsins í undankeppni HM, á meðan óvissa stendur yfir með þjóðarleikvanginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fréttamaður RÚV varð fyrir barðinu á bellibrögðum Garðbæinga – „Við skildum ekkert í þessu“

Fréttamaður RÚV varð fyrir barðinu á bellibrögðum Garðbæinga – „Við skildum ekkert í þessu“
433Sport
Í gær

Fnykur af Mosfellsbæ og ekki víst að hann fari

Fnykur af Mosfellsbæ og ekki víst að hann fari
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun