Eins og fjallað hefur verið um fóru blaðamenn frá Aserbaísjan mikinn eftir 5-0 tap gegn Íslandi í Reykjavík fyrir helgi. Myndbönd náðust af bræðiskasti þeirra í garð þjálfarans.
Fernando Santos, sem er þekktastur fyrir að hafa gert Portúgal að Evrópumeistara 2016, hefur vægast sagt ekki gert vel á ári í starfi hjá Aserbaísjan og virðist þjóðin komin með nóg, allavega af viðbrögðum blaðamanna að dæma.
Þeir urðuðu yfir Santos lengi vel á blaðamannafundi eftir leik. Hér að neðan má til að mynda sjá eldræðu frá einum.
„Þú hefur grætt nóg af peningum. Þarftu að láta reka þig og fá starfslokasamning? Hefur þú enga sjálfsvirðingu? Af hverju segir þú ekki af þér?“ sagði hann meðal annars.
Annar sagði þá einfaldlega: „Er beint flug frá Íslandi til Portúgal?“
Hér að neðan má sjá þetta. Þess má geta að miðlar í Aserbaísjan halda því fram að þetta hafi verið síðasti leikur Santos við stjórnvölinn.
İZLANDA 5-0 AZERBAYCAN MAÇ SONU BASIN TOPLANTISI
🎙 Soru: "Yeterince para kazandınız. İlla tazminat verilsin? Sizin kendinize saygınız yok mu? Neden istifa etmiyorsunuz?
🎙 Fernando Santos: "Sözleşmem var. Sözleşmeme saygı duyuyorum.pic.twitter.com/gyMHXKMm53
— FutbolArena (@futbolarena) September 6, 2025