Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Íslenska karlalandsliðið kom saman í París í dag, en þar mætir liðið Frökkum á þriðjudagskvöld í 2. umferð undankeppni HM.
Strákarnir okkar unnu fyrsta leikinn 5-0 gegn Aserbaísjan en verkefni þriðjudagsins verður öllu erfiðara. Þess má geta að Frakkar unnu Úkraínu í hinum leik undanriðilsins í 1. umferðinni.
Allir tóku þátt á æfingu dagsins. Það ber þó að nefna að íslenska liðið verður án lykilmannsins Alberts Guðmundssonar gegn Frakklandi. Hann meiddist er hann skoraði mark gegn Aserbaísjan.