fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Finnst skondið að fylgjast með orðræðu þeirra sem gagnrýna Óskar

433
Laugardaginn 6. september 2025 16:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk er bara á hans vagni, hann er bara þeirra maður,“ segir KR-ingurinn og íþróttafréttamaður á RÚV, Jóhann Páll Ástvaldsson, um Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins.

Stigasöfnun KR á tímabilinu hefur ekki verið góð og liðið er í fallbaráttu í Bestu deild karla. Fótboltinn sem Óskar spilar hefur þó vakið lukku og gengið þá farið batnandi undanfarið. Einhverjir hafa þó gagnrýnt Óskar mikið.

„Það er ótrúlega fyndið að fylgjast með umræðunni, hún er bara skemmtileg því Óskar er skemmtilegur, talar um hvernig andstæðingurinn spilar og þess háttar. En það er fyndið að sjá hvernig þeir sem gagnrýndu Óskar mest fyrir að spila sinn gung ho fótbolta eru líka að gagnrýna hann fyrir að breyta sínum leik aðeins og aðlaga hann,“ segir Jóhann.

Sem fyrr segir hefur gengi KR batnað aðeins og spilamennskan einnig breyst að einhverju leyti. „Hann er enn að spila fram á við, hann er enn að spila út úr vörninni. Hann er ekkert að segja mönnum að negla boltanum bara fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“