Það er hálfleikur í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM gegn Aserbaísjan.
Það hefur verið eitt lið á vellinum það sem af er og það er það íslenska sem betur fer.
Það tók þó langan tíma að brjóta ísinn. Það gerði Guðlaugur Victor Pálsson með laglegu skallamarki eftir hornspyrnu Alberts Guðmundssonar.