Guðlaugur Victor Pálsson, einn af reynslumeiri leikmönnum í íslenska landsliðshópnum, segir samstarfið við Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfara hafa verið afar gott frá því hann tók við í byrjun árs.
Arnar er á leið inn í sinn þriðja landsleikjaglugga með íslenska liðið og þann langmikilvægasta. Strákarnir okkar mæta Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppni HM í kvöld og svo spila þeir útileik gegn Frakklandi á þriðjudag.
„Samstarfið hefur verið mjög gott. Arnar er mjög opinn og heiðarlegur maður. Hann er svona Pep (Guardiola) okkar Íslendinga, pælir mikið í hlutunum og kemur með mikið af upplýsingum. En það er ekkert sem við getum ekki höndlað,“ segir Guðlaugur Victor.
„Hann er mjög skýr í því sem hann vill og það er mikið af smáatriðum. Hann er búinn að nota tvo glugga í að slípa hluti, mikið af leikmönnum sem hafa spilað og vonandi getum við sýnt á föstudag að við erum komnir á næsta skref.“
Ítarlegt viðtal við Guðlaug Victor um komandi leiki og fleira er í spilaranum.