Tvö félög í Sádí Arabíu hafa áhuga á því að krækja í Harry Maguire, hann er sagður klár í að skoða málið næsta sumar.
Maguire verður samningslaus næsta sumar en talað hefur verið um að United muni bjóða honum nýjan samning.
Maguire er 32 ára gamall og hefur verið hjá United síðustu ár.
Hann má semja við félög utan Englands í janúar og gæti því farið í viðræður við félög í Sádí Arabíu í janúar.
Maguire kostað 80 milljónir punda þegar hann kom til United frá Leicester árið 2019 og hefur frammistaða hans stundum verið gagnrýnd.