Lionel Messi var líklega að leika sinn síðasta landsleik á heimavelli í nótt þegar Argentína vann 3-0 sigur á Venezúela.
Messi er talinn ætla að ljúka leik með landsliðinu á HM í Bandaríkjunum á næsta ári.
Argentína mun fram að því móti ekki spila neinn leik á heimavelli og var litið á þetta sem kveðjustund.
Messi kvaddi með stæl en hann skoraði tvö mörk í góðrum sigri liðsins.
Messi er 38 ára gamall og hefur átt magnaðan feril sem náði hápunkti á HM í Katar árið 2022 þar sem Argentína varð Heimsmeistari.
The Argentina fans saying farewell to Lionel Messi, who likely played his last national game in his homeland.👏🐐
🫡🇦🇷 pic.twitter.com/NzNbKZeipI
— PurelyFootball ℗ (@PurelyFootball) September 5, 2025