U19 karla mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardag í öðrum leik liðsins á æfingamóti í Slóveníu.
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Aserbaísjan 1-2. Jónatan Guðni Arnarsson skoraði mark Íslands í leiknum.
Sameinuðu arabísku furstadæmin töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu 1-5 gegn Kasakstan.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.