Rauf Aliyev, fyrrum framherji í landsliði Aserbaísjan, segir að jafntefli stig yrðu ansi fín úrslit gegn Íslandi í kvöld.
Liðin mætast í fyrsta leik í undankeppni HM og er íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Í riðlinum eru einnig Frakkland og Úkraína.
„Eitt stig yrði gott fyrir Aserbaísjan í kvöld. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er gott lið með leikmenn hjá góðum liðum,“ segir er haft eftir Aliyev í fjölmiðlum í heimalandinu.
Aserbaísjan hefur gengið afar illa undanfarið og tapað tíu af tólf leikjum undir stjórn Fernando Santos, reynsluboltanum sem gerði Portúgal að Evrópumeistara 2016. Hinir tveir leikirnir enduðu með jafntefli.
„Við mætum Úkraínu eftir nokkra daga og leikirnir hingað til undir stjórn Fernando Santos gefa manni ekki mikla von,“ sagir Aliyev enn fremur.