Íslenska karlalandsliðið tekur á móti Aserbaísjan í kvöld og eru byrjunarliðin komin í hús.
Um fyrsta leik í undankeppni HM er að ræða og verður Ísland helst að vinna hann, en í riðlinum eru einnig Frakkland og Úkraína.
Það sem helst vekur athygli í byrjunarliði Arnars Gunnlaugssonar er að Elías Rafn Ólafsson kemur í markið í stað Hákons Rafns Valdimarssonar, sem hefur verið aðalmarkvörður undanfarið.
Þá byrjar Mikael Egill Ellertsson einnig en Logi Tómasson er á bekknum.
Byrjunarlið Íslands
Elías Rafn Ólafsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Egill Ellertsson
Stefán Teitur Þórðarson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Andri Lucas Guðjohnsen
Jón Dagur Þorsteinsson